Sportlagnir ehf. er fyrirtæki á sviði pípulagna og er í eigu Arnar Hafsteinssonar, pípulagningameistara.Örn er með víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja og félagsstörfum.
Örn hóf nám í pípulögnum árið 1977 og útskrifaðist sem sveinn vorið 1981. Hann stundaði framhaldsnám í Meistaraskóla byggingarmanna á árunum 1983 og 1984 og hlaut meistararéttindi í pípulögnum í febrúar 1985. Frá 1981 rak Örn pípulagningafyrirtæki ásamt læriföður sínum, Kjartani Hjörvarssyni, pípulagningameistara, en frá 1985 hóf hann rekstur í eigin nafni. Í störfum sínum sem pípulagningameistari hefur Örn unnið að stórum jafnt sem smáum verkum.
Árið 1995 hóf Örn störf sem byggingarstjóri við stórt íþróttamannvirki og var í framhaldi af því ráðinn til að reka viðkomandi mannvirki.
Hann var framkvæmdastjóri og sá um rekstur íþróttafélags í Reykjavík í tæp tuttugu ár. Örn hefur bætt við sig námi á ýmsum sviðum rekstrar og verkefnastjórnunar og unnið í nánu samstarfi við opinberar stofnanir.
Örn leggur áherslu á öguð og fagleg vinnubrögð. Reynsla hans af rekstri og utanaumhaldi mannvirkja gerir það að verkum að hann skilur vel þörf viðskiptavina fyrir faglega, en um leið skjóta, þjónustu.